Geðfræðsla

Geðfræðslan byrjaði formlega í ágúst 2015 og fyrsta árið fór í að fræða kennara og starfsfólk allra grunnskólana á Akureyri auk þess sem farið var í alla 9.bekki á Akureyri. Einnig var farið á Grenivík,Hrafnagil og 2.daga ferð á Norðfjörð. Líka hefur verið farið fyrir samfélagið á Ísafirði og í Menntaskólan sem grunnskóla Bolungarvíkur. Fórum  með geðfræðslu fyrir samfélagið á Grenivík og höfum fengið frábær viðbrögð frá nemendum sem fullorðnum á öllum stöðum. Bíðum enn eftir að komast í framhaldsskólana á Akureyri sem fleirum grunnskólum nærsveitarfélagana.

Geðfræðslan hefur sýnt mikið forvarnargildi og erum þakklát öllum sem láta sig þessi mál varða til að auka þekkingu og gefa von. Nú erum við að byrja starfsárið 2017-2018  og munum byrja á því að fara í alla 9. bekki á Akureyri fyrir áramót. Um að gera að senda póst á netfangið okkar ef aðrir vilja fá fræðslu eftir áramót.

Geðfræðslu ,Grófarinnar“ stuðlar að aukinni þekkingu hjá ungmennum  í grunn- og framhaldsskólum.  Þá fara tveir einstaklingar í Grófinni og fræða ungmenni um reynslu sína, batann, bjargráð og hvað sé  mikilvægt að gera ef andleg veikindi eða vanlíðan eiga sér stað og hvar megi leita stuðnings í umhverfinu. Fái mikilvæg svör sem aldrei hefur verið þor til að leita skýringa á og geta þannig unnið í eigin vanda eða annarra, sem oft hefur ekki komið uppá yfirborðið áður.

Ef ykkur langar að vita meira eða fá fræðslu getið þið haft samband í síma 462-3400 eða senda fyrirspurn á netfangið: grofin@outlook.com eða eydi1967@gmail.com

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/11/12/vel_heppnud_gedfraedsla_i_skolum/

Advertisements