Geðfræðsla

Geðfræðslan byrjaði formlega í ágúst 2015 og hefur farið reglubundið í alla 9.bekki á Akureyri síðustu fjögur ár.

Með Geðfræðslu Grófarinnar er stuðlað að aukinni þekkingu hjá ungmennum í 9. bekk grunnskóla og einnig í framhaldsskólum. Þá fara tveir einstaklingar úr Grófinni og fræða ungmenni um reynslu sína, batann, bjargráð og hvað sé mikilvægt að gera ef geðrænir erfiðleikar eiga sér stað og hvar megi leita stuðnings í umhverfinu.

Geðfræðslan hefur farið grunn- og framhaldsskóla nærsveitarfélaga sem vítt og breytt um landið með góðum árangri og miklu þakklæti.

Ef ykkur langar að vita meira eða fá fræðslu getið þið haft samband í síma 462-3400 eða senda fyrirspurn á netfangið: grofin@outlook.com eða eydi1967@gmail.com

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/11/12/vel_heppnud_gedfraedsla_i_skolum/

Advertisements