Hópastarf

Mánudagar

Kl. 12.00 Gönguhópur: Létt ganga um umhverfið.

Kl. 13.30-15.00 Kjarnafundur: Þáttaka í kjarnafundum er ætluð þeim sem hafa tekið þátt í starfsemi Grófarinnar í mánuð eða lengur. Fundirnir eru hjartað í okkar starfi. Þar eru teknar ákvarðanir um starfsemina og notendur fá tækifæri til að láta rödd sína heyrast.

Kl. 16.15 Umhyggjufundur Unghuga: Sértakur vettvangur fyrir yngra fólkið okkar þar sem fólk getur tjáð sig um allt sem því liggur á hjarta. Virðing og trúnaður.

Þriðjudagar

Kl.13.30-14.30 Valdefling: Er í grunninn sjálfsefling – að ná tökum á eigin lífi með því að taka ábyrgð á eigin bata í samstarfi við aðra notendur og fagaðila. Farið er í gegnun 15 punkta valdeflingar með því að taa einn punkt fyrir i einu og ræða innan hópsins með virðingu og trúnaði.

Miðvikudagar

KL.12.00 Gönguhópur: Létt ganga um umhverfið.

Kl. 13.30-14.30  Umhyggjuhópur: Vettvangur þar sem fólk getur tjáð sig um allt sem því liggur á hjarta. Virðing og trúnaður.

Kl.18.00 Skipulagsfundur Unghuga Grófarinnar: 
Fundir þar sem meðlimir unghuga koma saman og ákveða hvað skuli gera á næstunni.

Kl.19.00 Viðburðakvöld Unghuga: Unghugar standa fyrir vikulegu viðburðarkvöldi þar sem reynt er að brjóta upp hversdagsleikan og gera eitthvað skemmtilegt. Ákvörðunin um hvað er gert er tekin á skipurlagsfundi vikuna áður og hefur til að mynda verið  keilukvöld, kaffihúsahittingur, bíóferðir, bogfimi, skotsvæðið, Akureyri Escape og fleira í þeim dúrnum. Ekki er gerð krafa um að einstaklingar mæti á skipurlagsfundi til að geta tekið þátt í viðburðarkvöldi, en vilji þeir hafa áhrif á ákvarðanatökur og deila hugmyndum sínum innan hópsins eru þeir hvattir til að mæta á skipurlagsfundinn.

Fimmtudagar

Frjáls tími/tilfallandi viðburðir

Föstudagar

Kl.12.00 Gönguhópur: Létt ganga um umhverfið.

Kl.13.30-14.30. Batahornið: Þematengd unræða um bata og lífsgæði. Þemun valin út frá,,Vegvísi að bata”, (Recovery Guide: Personal Assistance in Community Existence, 1999) þ.e. út frá batamódeli D. Fisher og L. Ahern (www.poweru2.org)Virðing og trúnaður.

Önnur dagskrá.
Breytilegt eftir tímum og notendum hverju sinni. Auglýst nánar í Grófinni.

 

Advertisements