Fréttir

 

 

22090129_1516987971722708_6018994262656659261_n

ADHD Norðurland verður með fyrsta hitting vetrarins fimmtudagskvöldið 5.okt 2017
kl 20:00.
Kynningu á ADHD samtökunum og starfsemi Grófarinnar.
Þetta verður í húsnæði Grófarinnar sama hús og Apótekarinn í göngugötunni.

ALLIR VELKOMNIR

22089973_1406365002804276_8252741581986257254_n

 

Gleðilega páska 🙂

Lokað verður um páskana og nnæsti opnunardagur er þriðjudaginn 18.apríl.Um leið viljum við segja frá því að vinna við nýja heimasíðu er í undirbúningi og vonumst til að hún verður tilbúinn í haust.

Aðalfundur Grófarinnar var 30.03. 2017.
Er almenn ánægja hvað við höfum fengið góðan meðbyr í samfélaginu og sjáum ekki annað en að framtíð sé björt.
Var ný stjórn mynduð og kemur Edda Heiðarsdóttir inn fyrir Hjördísi í varastjórn og um leið er Hjördísi þakkakð fyrir hennar framlag. Ein breyting var á aðalstjórn þar sem Fjörnir tekur sæti og Brynjólfur verður varamaður.

Aðalfundur Heðverndarfélags Akureyrar sendi frá sér ályktun um geðheilbrigðisþjónustu.
http://www.ruv.is/frett/skorad-a-stjornvold-ad-byggja-nyja-geddeild

Styrkur frá Íslandsbankahlaupinu 2016. Fjórir einstaklingar hlupu í nafni Grófarinnar í Íslandsbankahlaupinu í ágúst og söfnuðu þau 145.000 krónum með áheitum. Þökkum þeim kærlega fyrir og erum stolt af þeirra framtaki.

Styrkur til Grófarinnar. Virk starfsendurhæfing styrkti starf Grófarinnar um eina miljón 9.nóvember 2016. Takk kærlega.

Lionsklúbburinn Hængur hélt skemmtikvöld til styktar Grófarinnar og söfnuðust 300.0ö0 þúsund krónur.Lionsklúbburinn Hængur hefur styrkt vel við starf Grófarinnar síðan við opnuðum 2013. Afhentu þeir Grófinni afraksturinn 17.nóvember við hátíðlega athöfn. Grófin er Lionsmönnum virkilega þakklát og stolt fyrir þeirra framlag að okkar starfsemi og að bættri geðheilsu.


Styrkur til GVA frá Landsbankanum Erum glöð og þakklát fyrir þann styrk sem við fengum frá Landsbankanum. Takk kærlega kærlega fyrir okkur ! Frétt frá Landsbankanum Akureyri 10. desember 2014 Hálf milljón frá Landsbankanum til fimm mannúðarfélaga á Akureyri Landsbankinn á Akureyri hefur fært fimm mannúðarfélögum á Akureyri styrki fyrir jólin, samtals hálfa milljón króna. Félögin eru Aflið, Geðverndarfélag Akureyrar og nágr., Göngudeild SÁÁ, Krabbameinsfélag Akureyrar og nágr. og Jólaaðstoð 2014 og hlaut hvert félag 100.000 kr. styrk. Öll félögin eiga það sameiginlegt að vinna ómetanlegt starf fyrir skjólstæðinga sína. Styrkirnir voru afhentir við athöfn í útibúi Landsbankans á Akureyri í gær að viðstöddum fulltrúum allra félaganna. „Það er í senn mikilvægt og ánægjulegt að styðja við bakið á þessum félögum nú fyrir jólin þegar mest á reynir,“ segir Arnar Páll Guðmundsson útibússtjóri Landsbankans á Akureyri. „Útibúið leitast við styðja margvíslegt mannúðarstarf á Akureyri og nágrenni og bætist sá stuðningur við heildarframlag bankans til mannúðarstarfs um allt land. Við vonum svo sannarlega að framlag okkar komi í góðar þarfir.“


Geðverndarfélagið 40 ára Geðverndarfélag Akureyrar og nágrennis verður 40 ára þann 15. desember 2014. Í tilefni af því verður opið hús í Grófinni Geðverndarmiðstöð, Hafnarstæri 95 4. hæð, kl. 16.00. Lauflétt skemmtidagskrá og léttar veitingar í boði. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Stjórnin.


Fræðsla um Valdeflingu Föstudaginn 5. desember  kl. 11.00 mun Eymundur vera með fræðslu um Valdeflingu. Staðsetning eru húsakynni Grófarinnar, Hafnarstæti 95. 4. hæð, og er aðgangur ókeypis.


Föstudagur til fræðslu Sem liður í að bæta þjónustu við notendur Grófarinnar hefur verið ákveðið að vera með hagnýta fræðslu alla föstudaga. Fyrsta og þriðja föstudag hvers mánaðar kl. 11.00 og annan og fjórða föstudag kl. 12.30. Hver fræðsla stendur í um klukkustund með léttu spjalli eftir fræðslu. Ef mánuður inniheldur fimm föstudaga fellur fræðslan niður fimmta, og síðasta, föstudag þess mánaðar.


Fræðsla um kvíðaraskanir fer fram þriðjudaginn 4. nóvember kl. 17:30-19:00. Fræðslan er í höndum sálfræðings og notanda Grófarinnar. Fræðslan er ætluð aðstandendum fólks með geðraskanir og öðrum áhugasömum. Aðgangur er ókeypis og fer fræðslan fram í húsnæði Grófarinnar í Hafnarstræti 95, 4. Hæð. Sími 4623400 ef þú vilt vita meira annars bara að mæta.


Frá Fræðsludögum Grófarinnar

Fræðsludagar Grófarinnar fóru fram þann 17. og 18. janúar sl.  Framsögu héldu  Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og einn af stofnendum Hugarafls, Þórey Guðmundsdóttir einn af stofnendum Unghuga, Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir og Kristján Jósteinsson félagsráðgjafi. Mæting var vonum framar báða dagana en alls mætu um 100 manns.  Eftir aðstandendafræðsluna á laugardeginum tóku aðstandendur sig til og stofnuðu stuðningshóp aðstandenda og verða fundir hjá þeim í Grófinni , Hafnarstræti 95, 4 hæð., á þriðjudögum kl 17:30 til 19:00.  Hér fyrir neðan eru myndir frá helginni . 1606269_589785684442946_1219741320_o 1559359_589787997776048_579222685_o 1557215_589359521152229_1483942740_o 1540405_589781361110045_298850493_o 1540275_589788384442676_2064611388_o 1511876_589781121110069_118175286_o 1529948_589785304442984_1036280900_o 1531883_589788914442623_338085584_o 1534881_589364327818415_2056952590_o 1537790_589362867818561_1136445853_o 1501090_589782074443307_1846273891_o 1493293_589784394443075_993845070_o 1491363_589783977776450_990280266_o 1147021_589363917818456_353816837_o 1025464_589784734443041_501471111_o 919092_589783481109833_331679094_o 841103_589786264442888_880851806_o 77486_589781677776680_1164678625_o 57411_589787491109432_1363220665_o


 

Grófin þakkar fyrir sig .

Við hjá Grófinni erum afar þakklát fyrir þennan styrk .Það er ómetanlegt að finna fyrir öllum þeim stuðningi sem við höfum fengið frá samfélaginu öllu. Takk Norðurorka, takk allir ! http://vikudagur.is/vikudagur/nor%C3%B0lenskar-fr%C3%A9ttir/2014/01/12/samf%C3%A9lagsstyrkir-nor%C3%B0urorku-afhentir


Grófin fær styrk.

Þessar tvær yngismeyjar fóru og tóku á móti styrk fyrir okkar hönd í dag  Það var Norðurorka sem veitti þessa viðurkenningu og peningastyrk í okkar góða starf  Takk kærlega !

Photo: Þessar tvær yngismeyjar fóru og tóku á móti styrk fyrir okkar hönd í dag :) Það var Norðurorka sem veitti þessa viðurkenningu og peningastyrk í okkar góða starf :) Takk kærlega !

Grófin geðverndarmiðstöð, stendur fyrir opnum fræðsludögum 17.og 18 janúar. Auður Axelsdóttir ,forstöðumaður Hugarafls, ásamt Þóreyju Guðmundsdóttur, einum af stofnendum Unghuga, munu hafa framsögu á föstudeginum 17. Janúar. Dagskrá verður frá kl. 10:00-16:00, með hádegishléi milli kl. 12:00-13:00 Á laugardeginum 18. Jan. verður áhersla lögð á aðstandendafræðslu sem verður frá kl. 10:00-14:00. Framsögu hafa Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og ein af stofnendum Hugarafls, Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir og Kristján Jósteinsson félagsráðgjafi. Dagskrá fræðsludaga er þessi:  Föstudaginn 17. janúar. 10:00-10:15 Kynning á Grófinni.                                                                                                  10:15-11:00 Saga Hugarafls.                                                                                                            11:15-12:00 Valdefling.                                                                                                                    13:00-14:00 Reynslusaga                                                                                                                  14:15- 15:00 Skipulag á fundum og hópastarf Hugarafls.                                                  15:00-15:30 Unghugar Grófarinnar og Hugarafls                                                                15:30- 16:00 Umræður og framtíðarsýn. Laugardagurinn  18.janúar 10:00-10:45 Um aðstandendafræðslu . Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir.               10:45-11:00 Pása                                                                                                                                   11:00-12:00 Aðstandendavinna, valdefling og bati. Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi.  12:00-12:30 Hádegishlé                                                                                                                    12:30-13:00 Bati og endurhæfing. Kristján Jósteinsson félagsráðgjafi.                        13:00-14:00 Umræður. Fræðsludagarnir eru opnir öllum. Enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar  í síma 462 3400 milli kl. 13:00-16:00 virka daga.

 

Svo satt og kominn tími á að sveitarfélög og ríki hugsi út fyrir kassan. En við fáum þessa elsku í 2 daga heimsókn í janúar til að m.a. miðla af sinni reynslu hvað hægt er að gera með samstilltu átaki og von um bata með Valdeflingu í verki sem er að ná tökum á eigin lífi.

http://www.visir.is/nyjar-adferdir-spara-baedi-fjarmagn-og-sarsauka/article/2013712179899?fb_action_ids=10151909752063250&fb_action_types=og.likes&fb_ref=top&fb_source=other_multiline&action_object_map=%7B%2210151909752063250%22%3A266018490216377%7D&action_type_map=%7B%2210151909752063250%22%3A%22og.likes%22%7D&action_ref_map=%7B%2210151909752063250%22%3A%22top%22%7D
 
http://www.ruv.is/frett/hlakkar-til-jola-i-fyrsta-sinn-i-morg-ar

 

 

Flott vika að baki með hópastarfi og kynningum.

Var farið í fyrirtæki og safnað gjöfum fyrir jóladagatalið okkar:) Fyrirtæki og starfsmenn þeirra voru meira en tilbúinn að styrkja okkur og eru mjög þakklátir fyrir að svona starfsemi sé kominn á hér norðan heiða ! Takk fyrír stuðninginn ! Allir fá eitthvað gott í skóinn, þar sem einn vinningur verður dreginn á hverjum degi fram að jólum   Þetta köllum við að Valdeflast og eiga þær heiður skilið í jólanefnd með þessu framtaki ! Takk fyrir vikuna kæru vinir og njótið helgarinnar .

Grófin þakkar eftirtöldum fyrirtækjum stuðninginn :

BYKO – SPORTVER GLERÁRTORGI – 66° GLERÁRTORGI – HÚSASMIÐJAN – AKUREYRARAPÓTEK KAUPANGI – RAKARASTOFAN KAUPANGI – BÝFLUGAN OG BLÓMIÐ – RÚMFATALAGERINN – AKUR BLÓMABÚÐ KAUPANGI- TÖLVUTEK – PIER – APÓTEKIÐ HAGKAUP – LYF OG HEILSA GLERÁRTORGI-     A 4 –

 

Allt að gerast 🙂

Frábær vika að baki með flottu fólk. Fjölgar jafnt og þétt. Heimasíða, hópastarf, kjarnafundirnir, spilakvöld, út að borða með Sælkerahópnum. Mótun unghuga byrjuð, aðstandandafræðsla í mótun. Utan við almennar kynningar á miðvikudögum höfum við haldið kynningar fyrir Starfsendurhæfingu Norðurlands og forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar. Allt þetta á einum mánuð og óskir frá fleiri félögum um kynningar komnar. Við getum ekki verið nema þakklát og ánægð með hvað er að gerast hér og finna hvað Norðlendingar hafa tekið við sér.


 

Ath! Við erum líka á facebook  http://www.facebook.com/valdefling?fref=ts


http://www.n4.is/tube/file/view/3715/


 Langþráður draumur orðinn að veruleika.

02/10/2013 @ 19:48

Dugnaðarforkar sem unnið hafa að því að gera langþráðan draum að veruleika til mikilla bóta fyrir geðheilbrigðisþjónustu á Norðurlandi

Dugnaðarforkar sem unnið hafa að því að gera langþráðan draum að veruleika til mikilla bóta fyrir geðheilbrigðisþjónustu á Norðurlandi

Miklar umbætur eru nú á döfinni í þjónustu við fólk með geðraskanir á Akureyri og nágrenni því Geðverndarfélag Akureyrar hefur tekið á leigu húsnæði á fjórðu hæð í Hafnarstræti 95 þar sem Geðverndarmiðstöðin Grófin hefur aðsetur. Grófin kemur til með að standa fyrir hópastarfi þar sem notendur geðheilbrigðisþjónustu geta stutt hver annan í bataferli sínu. Blaðamaður settist niður með þeim Friðriki Einarssyni, Eymundi Eymundssyni og Brynjólfi Ingvarssyni geðlækni, sem ásamt fleirum hafa unnið að því að koma verkefninu á þennan stað.

„Við erum búin að undirbúa þetta í tvö ár og nú er þetta loksins að verða að veruleika svo við erum mjög ánægð með það,“ segir Friðrik en hugmyndin gengur út á að fólk sem glímir eða hefur glímt við geðraskanir geti komið saman og stutt hvert annað í gegnum veikindatímabil og í bataferlinu með því meðal annars að deila reynslu sinni. „Þetta er svipað og er gert víða í samfélaginu. Fólk sem er að glíma við svipaða hluti kemur saman og hjálpast að, t.d. í AA, krabbameinsfélögum, hjá Aflinu og víðar,“ segir Eymundur og bætir við að hans bataferli hafi ekki hafist fyrr en hann leitaði sér aðstoðar vegna sinnar geðröskunar og fór að tala um vandann.

Jafningjagrundvöllur mikilvægur

Markmiðið er að notendur geðheilbrigðisþjónustu geti unnið í sínum málum með fagaðilum og öðrum notendum á jafningjagrundvelli og byggist það á hugmyndafræði valdeflingar . Við horfum mikið til Hugarafls í Reykjavík í þessum efnum.„Það er mjög mikilvægt að við getum miðlað þekkingu okkar hvert með öðru og deilt upplýsingum og góðum ráðum. Það er engin ein uppskrift að bata en það er mikilvægt að festast ekki í því að líta á sjálfan sig sem sjúkling heldur að vinna að batanum,“ segir Friðrik og bætir því við að í mörgum tilfellum séu veikindin sjálf skammvinn, ef til vill nokkrir mánuðir, en allt of margir fari í gegnum endurtekin veikindi sem væri hægt að minnka með því að vinna í batanum og forvörnum hjá sjálfum sér eftir að veikindafasinn er yfirstaðinn. „Hér söfnum við saman þekkingu sem gagnast okkur öllum og þannig þarf hver og einn ekki alltaf að finna upp hjólið varðandi sína röskun.“

Fólk með geðraskanir ólíklegra til að brjóta af sér

Það er einnig mikilvægur hluti starfseminnar að vinna á fordómum gegn fólki með geðraskanir. „Fordómarnir eru jafnvel enn meiri hjá þeim sem glíma við geðsjúkdóma – þá gagnvart sjálfum sér. Maður getur verið mjög duglegur að rífa sig niður og finnast veikindin bara vera aumingjaskapur, það hamlar batanum. En fordómar eru líka viðvarandi úti í samfélaginu og hafa lítið minnkað síðustu 30 árin. Stofnunin Eurostat hefur í langan tíma gert mælingar á ýmsum fordómum t.d. gagnvart samkynhneigðum og innflytjendum en fordómar gegn þeim hópum hafa minnkað mjög mikið á þessum tíma en gagnvart geðsjúkum eru þeir nánast jafn miklir nú og fyrir 30 árum. Þessu þurfum við að breyta,“ segir Friðrik. „Þegar rætt er um glæpi í fjölmiðlum þá er oft gert mikið úr tengingu við geðraskanir en rannsóknir hafa sýnt að fólk með geðraskanir er ólíklegra til að brjóta af sér“.

Ekki staðið við loforð um þjónustu

„Við óskum eftir góðri samvinnu við heilsugæsluna, geðheilbrigðis og félagsþjónustuna á norðurlandi. Með þessu nýja batamiðaða úrræði gæti mörgum lánast að komast hjá alvarlegri veikindum sem kalla á innlögn og stundum langa veru á geðdeild FSA Þetta eru forvarnir því í staðinn fyrir að bíða bara eftir að veikindin verði nógu alvarleg til að fá aðstoð geðdeildar hefur fólk nú möguleika á því að vinna með sjálft sig og þá jafnvel að koma í veg fyrir innlögn á geðdeild,“ segir Eymundur. Brynjólfur bendir á að eftir að dagdeild geðdeildar FSA var lögð niður við árslok 2008 hafi göngudeild geðdeildar FSA og Lautin verið einu þjónustuúrræðin fyrir þá sem ekki liggja inni á Geðdeild. „Það vantar enn hlekkinn í þjónustukeðjuna, þar sem dagdeildin var,“ segir Brynjólfur sem starfaði sem geðlæknir á FSA til ársins 2011. „Við fórum, tveir geðlæknar, erlendis til að kynna okkur svona starfsemi sem byggir á notendunum sjálfum og við hugsuðum, hví skyldum við ekki gera þetta á Akureyri líka? Einnig höfum við verið í nánu samstarfi við Hugarafl sem hefur náð miklum árangri s.l. 10 ár. Síðan hefur Geðverndarfélag Akureyrar unnið að þessu markmiði og ég er mjög glaður yfir því að þetta sé nú komið í gang.“

Opið hús í næstu viku

Í næstu viku, frá 7. október, verður opið hús í Grófinni alla daga frá kl. 13-16. Þá er öllum velkomið að koma og skoða og kynna sér starfið. Í framhaldinu verða kynningar á starfinu einu sinni í viku þar sem fólk getur komið og fengið upplýsingar um uppbyggingu hópastarfsins og þáttökumöguleika sína. Einnig verður boðið upp á fræðslu til aðstandenda og ókeypis námskeið. „Það er erfitt að ímynda sér fjöldann hér á svæðinu sem gæti komið til með að nýta sér þetta,“ segir Friðrik „en ef sett er upp einfalt reikningsdæmi út frá íbúafjölda svæðisins hér og algengi geðraskana gætu það verið rúmlega 150 manns á hverjum tíma sem gætu bætt sín lífsgæði og framtíðarhorfur með þáttöku sinni.“

Þegar viðtalinu er lokið og blaðamaður fer að tygja sig til heimferðar hefur fjölgað á staðnum, nokkrar eldhressar konur eru komnar til að láta hendur standa fram úr ermum. Það liggja mörg handtök í því að undirbúa opnun miðstöðvarinnar og margir hafa lagt hönd á plóg við að þrífa, mála, græja og gera enda er fjármagn til verkefna á borð við þetta af skornum skammti en það stöðvar ekki hugsjónafólkið.

Hægt er að hafa samband við Geðverndarmiðstöðina í síma 462 3400 eða með tölvupósti á grofin@outlook.com

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.