Myndlistasýning í Grófinni.

Laugardaginn 7. desember opnar skapandi Gæfuspor myndlistasýningu í Grófinni, Hafnarstræti 95, 4. hæð frá kl. 13:00 -16:00.

Verkin á sýningunni voru unnin undir handleiðslu Listfræðslunnar á þessum vetri. Skapandi starf var haft að leiðarljósi, móta og miðla, búa til , gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en gert hefur verið áður.

Sköpunnarkrafturinn var virkjaður til þess að uppgötva, njóta, sjá, ekki bara horfa, örva, vekja áhuga og efla ímyndunarafl, virkja innri kraft, skilja, vita, geta.

Sköpun er að sjá fyrir það óorðna en mögulega og framkvæma það. Glíman við viðfangsefnið og það að finna lausn er umbun sköpunarinnar í sjálfu sér.

Sköpun brýtur efðbundin munstur, reglur og kerfi.

Sköpun krefst þess að spurt sé spurninga, gerðar tilraunir og lært af þeim. Sköpun byggist á hugsun og aðferðum sem opna sífellt nýja möguleika og því skiptir sköpunarferlið, ekki síður máli en afrakstur verksins.

Sköpun eflir persónueinkenni einstaklingsins, eykur lífsgildi og eflir sjálfstraust.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s